Barcelona football project býður upp á glæsilega aðstöðu fyrir æfingabúðir fyrir alla hópa. Vegna þess hve veðrið er gott þá er hægt að æfa allt árið. Stutt er á vellina og síðan er mjög góð lyftingaaðstaða, SPA og fundaherbergi á hótelinu þannig að allt er fyrir hendi fyrir frábærar æfingabúðir.
Allur æfingabúnaður er til staðar og tveir frábærir vellir, annar venjulegur grasvöllur sem er í bakgarði hótelsins og einnig mjög góðir gervigrasvellir í 10 min akstursfjarlægð. Mörg lið á Barcelona-svæðinu eru til í að spila æfingaleiki ef áhugi er á. Lið í öllum styrkleikum bæði karla og kvenna.