Æfingabúðir

Barcelona football project býður upp á glæsilega aðstöðu fyrir æfingabúðir fyrir alla hópa. Vegna þess hve veðrið er gott þá er hægt að æfa allt árið. Stutt er á vellina og síðan er mjög góð lyftingaaðstaða, SPA og fundaherbergi á hótelinu þannig að allt er fyrir hendi fyrir frábærar æfingabúðir.

Allur æfingabúnaður er til staðar og tveir frábærir vellir, annar venjulegur grasvöllur sem er í bakgarði hótelsins og einnig mjög góðir gervigrasvellir í 10 min akstursfjarlægð. Mörg lið á Barcelona-svæðinu eru til í að spila æfingaleiki ef áhugi er á. Lið í öllum styrkleikum bæði karla og kvenna.

Services:

 • Allur akstur til og frá flugvelli og á meðan dvöl stendur
 • Aðili frá ferðaskrifstofunni er með hópnum allan tímann
 • Æfingar á venjulegu grasi og gervigrasi
 • Æfingar í lyftingasal sem er sérútbúinn fyrir afreksíþróttafólk
 • Heilsulind með SPA, gufubað, heitir og kaldir pottar og 25 metra sundlaug
 • Æfingaleikir fyrir alla af báðum kynjum og fyrir alla aldurshópa
 • Boðið er upp á að þvo þvott fyrir hópana
 • Hægt er að fá þjálfara til að sjá um æfingar og sjúkraþjálfara til að halda öllum í góðu lagi
 • Nuddherbergi og geymsla sem hópurinn hefur allan tímann. Ísvél er á staðnum
 • Allir fá vatnsflöskur á öllum æfingum
 • Ferðir og hópefli

Vatn og æfingabúnaður verða til staðar við vellina, grindur, stigar, flatar, litlar og stórar keilur, stangir, hringir, medecine boltar og TRX teygjur (það eru krókar fyrir þær við vellina)

Traning-Camps - Barcelona Football Project
Traning-Camps - Barcelona Football Project