Blöðrubolti
Skemmtilegur leikur þar sem allir leikmenn eru klæddir í blöðrur sem gerir leikinn bæði erfiðan og skemmtilegan. Skipt er í tvö fimm manna lið og allt er leyfilegt. Dómararnir eru frægir fyrir að dæma lítið!
Fótboltagolf
Fótboltagolf er ný íþrótt sem er strax orðin vinsæl í mörgum löndum. Markmið leiksins er að koma boltanum frá byrjunarreit og alla leið í holu í sem fæstum snertingum, margar brautir eru á völlunum. Hámarksfjöldi leikmanna í liði eru 4 – 5 og passað er upp á að allir fái sama tíma inni á vellinum.
Strandblak eða Skallatennis
Ströndin er í aðeins 5 min göngufjarlægð frá hótelinu. Því er hægt er að spila bæði strandblak og líka skallatennis á sömu völlunum. Þetta er frábær skemmtun sem allir hafa gaman af. Einnig erum við með mörk og því er hægt að setja upp mót í fótbolta á ströndinni.