Til að fá smá tilbreytingu frá æfingum og keppni þá er upplagt að fara í einhverjar af ferðunum sem við bjóðum upp á.
Fótboltaleikir
Í Katalóníu þá eru mörg frábær fótboltalið og er helst þar að nefna stórliðið FC Barcelona, og einnig Girona FC og Espanyol sem spila í næst efstu deild. Einnig er FC Barcelona með eitt af bestu kvennaliðum heims. Við útvegum miða á leiki og keyrum hópa til og frá vellinum. Hægt er að fara að skoða Barcelona borg fyrir leikinn eða fara og versla þar.
Æfingar
Ef áhugi er á þá getum við skipulagt æfingar með liðum á svæðinu. Á þann hátt þá er hægt að kynnast því og taka þátt í hvernig þau æfa og gera hlutina öðruvísi. Við getum einnig fengið bestu ungmennaliðin á svæðinu í heimsókn þar sem hægt er að vera með sameiginlega æfingu. Einnig er hægt að fá að horfa á æfingu hjá þeim og fá svo að ræða við þjálfarana eftir æfinguna.
Barcelona borg
Barcelona er ótrúleg borg sem allir ættu að skoða. Hægt er að fara með rútu í skoðunarferð eftir óskum hvers hóps fyrir sig. Hægt er að skoða t.d. Sagrada Familia frægu kirkjuna, Parc Guell, Camp Nou fótboltaleikvanginn og aðalgötuna Las Ramblas. Ef það eru einhverjar séróskir þá gerum við okkar besta við að uppfylla þær.
Girona
Mjög gaman er að skoða borgina Girona sem er dæmigerð spænsk borg. Hluti myndanna Game of Thrones var tekinn upp í borginni og er gaman að skoða marga af þeim stöðum sem koma fyrir í myndunum. Knattspyrnuliðið Girona hefur verið á uppleið á síðustu árum og þó að þeir leiki næstu leiktíð í næst efstu deild þá unnu þeir Real Madrid í báðum leikjunum tímabilið 2019 – 2020. Mjög gaman er að skoða heimavöll þeirra.
La Roca þorpið
Mjög gaman er að skoða borgina Girona sem er dæmigerð spænsk borg. Hluti myndanna Game of Thrones var tekinn upp í borginni og er gaman að skoða marga af þeim stöðum sem koma fyrir í myndunum. Knattspyrnuliðið Girona hefur verið á uppleið á síðustu árum og þó að þeir leiki næstu leiktíð í næst efstu deild þá unnu þeir Real Madrid í báðum leikjunum tímabilið 2019 – 2020. Mjög gaman er að skoða heimavöll þeirra.
Montserrat
Einnig bjóðum við upp á fjallaferð til Montserrat. Þar að finna hið heimsfræga og stórkostlega Montserrat klaustur sem staðsett er í Montserrat fjalli í Montserrat þjóðgarðinum, sem er einn allra besti staðurinn í allri Katalóníu til útivistar og gönguferða. Þar er styttan af Svörtu Madonnu, sem er verndardýrlingur klaustursins.